Manchester United hefur staðfest komu Cristiano Ronaldo til félagsins frá Juventus. Þegar allir vöknuðu í morgun var talið að Ronaldo væri á leið til Manchester City.
Sky Sports segir að Ronaldo muni fá 480 þúsund pund í vikulaun og verður hann þar með launahæsti leikmaður enska boltans. Ronaldo er 36 ára gamall en hann fær 84 milljónir íslenskra króna vikulega.
Manchester United mun borga 15 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo frá Juventus, félagið greiðir svo mögulega 8 milljónir í bónusa. The Athletic segir frá.
Ronaldo er 36 ára gamall og vildi burt frá Juventus, eftir 12 ára dvöl hjá Real Madrid og Juventus er Ronaldo aftur á leið til United.
Ronaldo mun gera tveggja ára samning við United en The Athletic segir engar líkur á að United láti Edinson Cavani fara vegna þess.