Manchester United mun borga 15 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo frá Juventus, félagið greiðir svo mögulega 8 milljónir í bónusa. The Athletic segir frá.
Ronaldo er 36 ára gamall og vildi burt frá Juventus, eftir 12 ára dvöl hjá Real Madrid og Juventus er Ronaldo aftur á leið til United.
„United hefur lagt fram tilboð til Ronaldo eftir að hann ræddi við Sir Alex Ferguson í morgun,“ skrifar Samuel Luckhurst blaðamaður hjá Manchester Evening News.
Þessi fyrrum stjóri United sannfærði Ronaldo um að hafna tilboði City og virðist nú Ronaldo vera á leið til United.
Ronaldo mun gera tveggja ára samning við United en The Athletic segir engar líkur á að United láti Edinson Cavani fara vegna þess.
Stone sem er virtur blaðamaður í Bretlandi staðfestir einnig að viðræður við Manchester United séu í fullu fjöri.
Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 en hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til félagsins, nú virðist ljóst að hann er á leið til Englands.
Ronaldo lét Juventus vita í gær að hann vildi fara frá félaginu og endurkoma til United virðist nú vera ansi líkleg.
🚨 Manchester United on verge of reaching total agreements for signing of Cristiano Ronaldo from Juventus. Transfer fee understood to be €15m + €8m in add-ons. Edinson Cavani not expected to leave #MUFC. W/ @lauriewhitwell @JamesHorncastle @TheAthleticUK https://t.co/JnpEstWnsR
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 27, 2021