Stuðulinn á það að Cristiano Ronaldo fari til Manchester United hefur snarlækkað frá því í morgun, enn eru þó meiri líkur á að hann fari til Manchester City.
Samkvæmt SkyBet þá var stuðulinn í morgun á að Ronaldo fær til United 6 en hefur lækkað niður í tvo, á sama tíma hefur stuðulinn á City hækkað talsvert.
Auknar umræður eiga sér nú stað þess efnis að Cristiano Ronaldo sé mögulega á leið til Manchester United. Dulin skilaboð frá Rio Ferdinand fyrrum varnarmanni félagsins hafa kveikt umræðður um slíkt.
Fleiri tengdir United halda því fram að eitthvað óvænt gæti verið að gerast en hann hefur verið sagður á leið til Manchester City.
Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 en hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til félagsins, nú virðist ljóst að hann er á leið til Englands og þó líkurnar séu enn meiri á að hann fari í City virðist United nú vera mætt í samtalið.
Ronaldo er 36 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril en vill nú burt frá Juventus eftir nokkuð erfitt síðasta ár þar sem liðinu gekk illa.