Max Allegri þjálfari Juventus hefur staðfest að Cristiano Ronaldo hafi beðið um það að yfirgefa félagið. Ronaldo mætti á æfingasvæði félagsins í dag og kvaddi liðsfélaga sína.
„Cristiano Ronaldo tjáði mér í gær að hann vildi fara frá Juventus strax, það er satt og rétt. Þess vegna æfði hann ekki í dag og verður ekki með gegn Empoli,“ sagði Allegri.
Auknar umræður eiga sér nú stað þess efnis að Cristiano Ronaldo sé mögulega á leið til Manchester United. Dulin skilaboð frá Rio Ferdinand fyrrum varnarmanni félagsins hafa kveikt umræðður um slíkt.
Fleiri tengdir United halda því fram að eitthvað óvænt gæti verið að gerast en hann hefur verið sagður á leið til Manchester City.
Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 en hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til félagsins, nú virðist ljóst að hann er á leið til Englands og þó líkurnar séu enn meiri á að hann fari í City virðist United nú vera mætt í samtalið.
„Ég er ekki svekktur með Cristiano Ronaldo, hann vill fara frá Juventus og hefur tekið þá ákvörðun. Hann leitar nú að nýju félagi eftir þrjú ár hérna, þetta er hluti af lífinu,“ sagði Allegri
„Ronaldo lagði mikið á sig hérna, núna fer hann og lífið heldur áfram.“
Juventus manager Massimiliano Allegri: “Cristiano Ronaldo told me yesterday that he wants to LEAVE Juventus immediatly. It’s true and confirmed. This is why he wasn’t training today and he’s not available for tomorrow match vs Empoli”. 🚫🇵🇹 #Ronaldo #Juve pic.twitter.com/Zr3W5tWYcF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021