Cristiano Ronaldo tjáði sig um framtíð sína þegar hann lenti í Lisbon í Portúgal nú rétt í þessu. Hann er að yfirgefa Juventus og líklega að ganga í raðir Manchester United.
„Eftir klukkutíma vitið þið hvar ég spila, ég er mjög glaður,“ sagði Ronaldo áður en hann gekk inn í bifreið sem beið eftir honum.
Fabrizio Romano hefur svo staðfest að allt sé klappað og klárt, Ronaldo fer til United.
Cristiano Ronaldo to Manchester United: HERE WE GO! Done deal between Juventus and Man United on permanent move. Cristiano has accepted the contract proposal from Manchester United and he’s coming back. 🔴🇵🇹 #MUFC #Ronaldo
Medical to be scheduled soon.
CR7 IS BACK. Here we go. pic.twitter.com/WXfs3p6GFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021
Allar líkur eru á því að Ronaldo skrifi undir hjá sínu gamla félagi Manchester United um helgina, talið er að læknisskoðunin fari fram þar í landi.
Manchester United mun borga 15 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo frá Juventus, félagið greiðir svo mögulega 8 milljónir í bónusa. The Athletic segir frá.
Ronaldo er 36 ára gamall og vildi burt frá Juventus, eftir 12 ára dvöl hjá Real Madrid og Juventus er Ronaldo aftur á leið til United.