Óttar Magnús Karlsson hjá Venezia á Ítalíu hefur verið lánaður til Siena í Seriu C á Ítalíu. Frá þessu greindi ítalska félagið í dag.
Óttar Magnús hefur verið hjá Venezia í rúmt ár en meiðsli og annað hafa sett strik í reikning hans.
ACN Siena 1904 er sögufrægt félag en Óttar Magnús er í þriðja sinn í atvinnumennsku.
Hingað til hefur Óttari ekki tekist að festa sig í sessi en Venezia vonar að lándsvölin kveiki neista í honum.