fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Manchester United staðfestir komu Cristiano Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 15:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest komu Cristiano Ronaldo til félagsins frá Juventus. Þegar allir vöknuðu í morgun var talið að Ronaldo væri á leið til Manchester City.

United lét til skara skríða og er fullyrt að Sir Alex Ferguson hafi tekið upp tólið og hringt í Ronaldo.

„Manchester United tilkynnir með ánægju samkomulag við Juventus um kaup á Cristiano Ronaldo ef samkomulag næst um kaup og kjör, atvinnuleyfi og læknisskoðun,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Cristiano hefur í fimm skipti verið kjörinn besti leikmaður í heimi, hann hefur unnið yfir 30 titla á ferli sínum.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, sjö sinnum deildarmeistari á Englandi, Spáni og Ítalíu.

Manchester United mun borga 15 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo frá Juventus, félagið greiðir svo mögulega 8 milljónir í bónusa. The Athletic segir frá.

Ronaldo er 36 ára gamall og vildi burt frá Juventus, eftir 12 ára dvöl hjá Real Madrid og Juventus er Ronaldo aftur á leið til United.

Ronaldo mun gera tveggja ára samning við United en The Athletic segir engar líkur á að United láti Edinson Cavani fara vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“