Inter sótti Hellas Verona heim í 2. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Luka Ilic kom heimamönnum yfir eftir 15 mínútna leik og staðan 1-0 í hálfleik. Lautaro Martinez jafnaði metin á 47. mínútu og fékk að líta gula spjaldið 10 mínútum síðar.
Joaquin Correa, sem kom á láni frá Lazio í gær, reyndist hetja Inter í leiknum en hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og kom Inter yfir þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann bætti svo við öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki Inter í uppbótartíma og lokatölur 3-1 Inter í vil.
Inter hefur unnið báða leiki sínu á tímabilinu og aðeins fengið á sig eitt mark. Hellas Verona hefur hins vegar tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu.
Lokatölur:
Hellas Verona 1 – 3 Inter Milan
1-0 Luka Ilic (’15)
1-1 Lautaro Martinez (’47)
1-2 Joaquin Correa (’83)
1-3 Joaquin Correa (’94)