Manchester United hefur staðfest komu Cristiano Ronaldo til félagsins frá Juventus. Þegar allir vöknuðu í morgun var talið að Ronaldo væri á leið til Manchester City.
United lét til skara skríða og er fullyrt að Sir Alex Ferguson hafi tekið upp tólið og hringt í Ronaldo.
„Manchester United tilkynnir með ánægju samkomulag við Juventus um kaup á Cristiano Ronaldo ef samkomulag næst um kaup og kjör, atvinnuleyfi og læknisskoðun,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Ljóst er að koma Ronaldo eykur samkeppnina í framherjastöðunni mikið og Ole Gunnar Solskjær þarf að reyna að halda öllum góðum.
Mikil breidd er í hópi United en möguleiki er á að félagið selji einhverja leikmenn á næstu dögum.
Hópurinn sem Solskjær hefur úr að velja er hér að neðan.