Gary Neville, knattspyrnuspekingur og fyrrverandi leikmaður Manchester United sagði í samtali við Sky Sports News í kvöld að Cristiano Ronaldo kæmi til félagsins til að vinna titla.
Hann sagði jafnframt tilhugsunina um að hann færi til nágrannanna í Man City skelfilega í hugum Man United aðdáenda.
„Frábær fréttir. Dálítil nostalgía, og nostalgía gengur ekki alltaf upp í fótbolta. Hún kemur stundum í bakið á manni. En tilhugsunin um að hann færi til Man City var skelfileg í hugum Man United aðdáenda,“ sagði Neville.
„Ég sagði í síðustu viku að ef stór leikmaður stæði til boða fyrir Man United að þá þyrfti United að ganga í málið. Við höfum séð hvað Chelsea hefur gert á félagsskiptamarkaðnum, og það sem City ætluðu sér og ég held að United hafi þurft að blanda sér í baráttuna.“
Þegar hann var spurður hvort hann teldi að Ronaldo yrði reglulega í liðinu og í hvaða stöðu sagði Neville að hann yrði frammi.
„Hann á eftir að spila reglulega. Hann spilar níuna, sem framherji. Hann mun skora mörk og hann kemur til að vinna titla og slá met. Þetta er ekki sami Ronaldo og áður. Allir skilja það, en hann er nía, hann er framherji og býr enn yfir snerpu og tekur frábær hlaup inn á teig. Hann gefur United það sem þeir þurfa á að halda.“