Manchester United lét Sir Alex Ferguson hafa samband við Cristiano Ronaldo í morgun þegar hann virtist á leið til manchester City.
„United hefur lagt fram tilboð til Ronaldo eftir að hann ræddi við Sir Alex Ferguson í morgun,“ skrifar Samuel Luckhurst blaðamaður hjá Manchester Evening News.
Þessi fyrrum stjóri United sannfærði Ronaldo um að hafna tilboði City og virðist nú Ronaldo vera á leið til United.
Manchester City mun ekki ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo. Þetta staðfestir Simon Stone blaðamaður hjá BBC.
Stone sem er virtur blaðamaður í Bretlandi staðfestir einnig að viðræður við Manchester United séu í fullu fjöri.
Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 en hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til félagsins, nú virðist ljóst að hann er á leið til Englands.
Ronaldo lét Juventus vita í gær að hann vildi fara frá félaginu og endurkoma til United virðist nú vera ansi líkleg.
United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021