Manchester City mun ekki ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo. Þetta staðfestir Simon Stone blaðamaður hjá BBC.
Stone sem er virtur blaðamaður í Bretlandi staðfestir einnig að viðræður við Manchester United séu í fullu fjöri.
Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 en hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til félagsins, nú virðist ljóst að hann er á leið til Englands.
And….Man Utd in talks to sign Cristiano Ronaldo.
— Simon Stone (@sistoney67) August 27, 2021
Mestar líkur eru á að hann fari til Manchester United og virðist City hafa gefist upp.
Ronaldo er 36 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril en vill nú burt frá Juventus eftir nokkuð erfitt síðasta ár þar sem liðinu gekk illa.
Told Manchester City will not be signing Cristiano Ronaldo. They considered the possibility but decided against.
— Simon Stone (@sistoney67) August 27, 2021