fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Guðni Bergs í Kastljósi: „Getum það ekki og við megum ekki tjá okkur um mál Gylfa“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Kastljósið í kvöld og tjáði sig þar um þungar ásakanir sem hafa verið hafðar upp gegn félaginu um að hylma yfir og þagga niður kynferðisbrot sem landsliðsmenn hafi gerst sekir um, sem og mál Gylfa Sigurðssonar sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn barni í Englandi.

„Ég vísa því bara alfarið á bug að við séum að hylma yfir einhver kynferðisbrot hér í KSÍ það nær bara engri átt. Við höfum bara auðvitað vísað þessu á bug og gerum það eðlilega, enda algjörlega ósatt. Okkur finnast þetta mjög alvarlega ásakanir og það er auðvitað erfitt að sitja undir þeim og við sannarlega vísum þeim á bug,“ segir Guðni.

Varðandi mál Gylfa Sigurðssonar,  segir Guðni að hann geti ekki tjáð sig um það. Sagði hann að málið hefði í raun komið inn á borð KSÍ eftir að fjallað var um það í fjölmiðlum og í reynd hafi bresk yfirvöld aldrei staðfest opinberlega að Gylfi sé leikmaðurinn sem grunaður sé um umrædd brot.

„Varðandi þetta tiltekna mál sem þú vísar til og varðandi Gylfa þá getum við einfaldlega ekki tjáð okkur um þetta mál. Við getum það ekki og við megum það ekki. Þú verður bara að virða það við mig að við getum ekki tjáð okkur um það.“

Varðandi greinaskrif Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, formanns jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, þar sem KSÍ er borið þungum sökum og sakað um hylmingu kynferðisbrota, sem og umræðuna um það mál á samfélagsmiðlum segir Guðni að það taki á að eiga við slíkar ásakanir.

„Það tekur auðvitað á að þurfa að eiga við svona ásakanir eða þennan málflutning en við reynum að gera það og reynum að gera það af yfirvegun. Við svöruðum þessu að ég taldi málefnalega og vísuðum til þess að við höfum ekki fengið inn til okkar formlegar kvartanir eða ábendingar inn á okkar borð.“

Hanna Björg hefur sakað Guðna um að axla ekki ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og hefur sakað hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Varðandi rök Guðna um að engar tilkynningar hafi borist sambandinu hefur Hanna spurt hvað greinaskrif hennar séu annað en einmitt tilkynning.

Guðni segir að KSÍ sé með ákveðna ferla til að taka á málum er varða meint kynferðisofbeldi eða kynbundið ofbeldi, en til þess að slíkt ferli geti hafist þarf að tilkynna um brotið og nafngreina meintan geranda. Eins hefjist líka ferli ef um er að ræða opinbera kæru.

„Við verðum auðvitað að gera ákveðna kröfu til mála sem kannski koma til okkar. Við verðum allavega að fá einhvers konar tilkynningu eða eitthvað slíkt hvort sem það er frá vitnum eða þolendum og ef það gerist þá í raun og veru gætum við þess að þolendur sérstaklega fái ákveðna aðstoð og hjálp og við tökum á því máli auðvitað af ábyrgð og festu og stöndum svo sannarlega gegn öllu ofbeldi sama í hvaða formi það er, ekki síst kynbundnu og kynferðisofbeldi“

Guðni segir að KSÍ sé meðvitað um þá umræðu sem á sér nú stað á samfélagsmiðlum um meint brot landsliðsmanna en engin formleg tilkynning hafi borist sambandinu.

„Við höfum ekki í raun og veru fengið einhvers konar kvörtun eða ábendingu um að einhver tiltekinn hafi gerst sekur um kynferðisbrot.“

Eftir að metoo-byltinguna hafi vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu og telur Guðni að almennt sé vilji á Íslandi til að hlusta á þolendur. KSÍ sé þar engin undantekning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“