fbpx
Mánudagur 18.október 2021
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Átta mörk á Selfossi – Þróttur vann Þór/KA

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 20:08

Magdalena Anna Reimus gerði tvö mörk fyrir Selfoss. Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Selfoss 6-2 ÍBV

Selfoss vann stórsigur á ÍBV á heimavelli sínum.

Heimastúlkur voru 3-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Kristrúnu Rut Antonsdóttur, Brenna Lovera og Þóru Jónsdóttur.

Caity Heap gerði fjórða mark Selfyssinga eftir klukkutíma leik. Stuttu síðar minnkaði Þóra Björg Stefánsdóttir muninn fyrir Eyjakonur með marki af vítapunktinum.

Viktorija Zaicikova lagaði stöðuna enn frekar fyrir gestina stuttu síðar. 4-2.

Magdalena Anna Reimus gerði hins vegar tvö mörk fyrir heimakonur á síðustu tíu mínútum leiksins. Lokatölur 6-2.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig eftir sextán leiki.

ÍBV er í sjöunda sæti með 16 stig. Liðið hefur leikið leik minna en Selfoss.

Þróttur Reykjavík 1-0 Þór/KA

Þróttur vann sigur á Þór/KA. Leikið var í Laugardalnum.

Dani Rhodes gerði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Þróttur er í þriðja sæti með 25 stig, 6 stigum á eftir Breiðabliki, eftir 15 leiki.

Þór/KA er í sjötta sæti með 16 stig, 6 stigum fyrir ofan fallstæti. Fylkir, sem er þar eins og er, á þó tvo leiki til góða á Akureyringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra vann Íslendingaslaginn gegn Bayern – Fullt af Íslendingum á ferðinni

Alexandra vann Íslendingaslaginn gegn Bayern – Fullt af Íslendingum á ferðinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Man Utd segir þetta vera vandamál liðsins

Fyrrum leikmaður Man Utd segir þetta vera vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tólf ár liðin frá mögnuðu atviki – Svakaleg óheppni Liverpool – Stuðningsmaður fékk morðhótanir

Tólf ár liðin frá mögnuðu atviki – Svakaleg óheppni Liverpool – Stuðningsmaður fékk morðhótanir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grealish og Mahrez gætu þurft að bera vitni í nauðgunarmáli félaga síns – Sakaður um brot gegn 17 ára stúlku eftir djamm liðsfélaganna

Grealish og Mahrez gætu þurft að bera vitni í nauðgunarmáli félaga síns – Sakaður um brot gegn 17 ára stúlku eftir djamm liðsfélaganna
433Sport
Í gær

Leikmenn Bournemouth sendu Brooks fallega kveðju

Leikmenn Bournemouth sendu Brooks fallega kveðju
433Sport
Í gær

Víkingar gerðu KR-ingum greiða í dag – Þessi þrjú lið leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð

Víkingar gerðu KR-ingum greiða í dag – Þessi þrjú lið leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kári Árnason: „Frábært að enda þetta á þessum nótum“

Kári Árnason: „Frábært að enda þetta á þessum nótum“
433Sport
Í gær

Víkingur bikarmeistari árið 2021 – Komu sér í sögubækurnar með sigrinum

Víkingur bikarmeistari árið 2021 – Komu sér í sögubækurnar með sigrinum