Jadon Sancho kantmaður Manchester United mætti á sína fyrstu æfingu hjá félaginu í gær, kantmaðurinn fékk lengra frí en aðrir enskir landsliðsmenn.
Sancho var keyptur á rúmar 70 milljónir punda á dögunum en hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund.
Ólíklegt er að Sancho verði í byrjunarliði United í fyrsta deildarleik liðsins á laugardag, Leeds heimsækir þá liðið í fyrstu umferð.
Sancho hefur beðið í ár eftir því að komast til United en hann var áður í herbúðum Manchester City.