Vestri og ÍR eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigra í 16-liða úrslitum í kvöld.
Vestri gekk frá Þórsurum í seinni hálfleik
Vestri tók á móti Þór og vann að lokum öruggan sigur eftir markalausan fyrri hálfleik.
Vestri skoraði öll mörk sín á um átta mínútna kafla í seinni hálfleik.
Fyrst skoraði Nikolaj Madsen á 64. mínútu. Benedikt Waren tvöfaldaði svo forystuna. Þar næst skoraði Madsen aftur áður en Martin Montipo innsiglaði 4-0 sigur.
ÍR vann óvænt
2. deildarlið ÍR gerði sér lítið og sló út Lengjudeildarlið Fjölnis á útivelli.
Heimamenn komust yfir snemma leiks er Bergvin Fannar Helgason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Lúkas Logi Heimisson tvöfaldaði forystuna um miðjan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 2-0.
Reynir Haraldsson minnkaði muninn fyrir ÍR á 56. mínutu. Stuttu síðar var hann búinn að jafna leikinn með sínu öðru marki.
Það liðu svo örfáar mínútur þar til gestirnir fengu víti. Á punktinn fór Reynir og gulltryggði þrennuna.
Lokatölur 2-3, frábærlega gert hjá ÍR.