Tvö Íslendingalið tóku þátt í Evrópukeppnum í kvöld.
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var á varamannabekk Midtjylland í 0-1 tapi gegn PSV í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. PSV vinnur einvígið samanlagt 4-0. Mikael Neville Anderson var ekki með Midtjylland í leiknum. Hann greindist með kórónuveiruna á dögunum.
Midtjylland fer í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg í 1-2 sigri gegn Domzale í 3. umferð Sambandsdeildarinnar. Hólmar og félagar vinna einvígið samanlagt 8-2.
Rosenborg mun nú fara í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.