Liverpool skoðar það alvarlega að láta til skara skríða og reyna að klófesta Renato Sanches miðjumann Lille í Frakklandi. Frá þessu greinir Fabrizo Romano í hlaðvarpsþætti sínum.
Þar kemur fram að Barcelona hafi einnig horft til Sanches sem er 23 ára gamall. Fjárhagstaða Börsunga er hins vegar slæmt eins og allir þekkja.
Sanches var frábær með Lille á síðustu leiktíð, þrátt fyrir ungan aldur hefur miðjumaðurinn gengið i gengum ýmislegt á sínum ferli.
Sanchez gekk 18 ára í raðir FC Bayern þar sem hann fann sig ekki eftir að hafa slegið í gegn í heimalandi sínu, Portúgal.
Árið 2017 var Sanches lánaður til Swansea á Englandi en þar fann hann engan takt en frá 2019 hefur hann spilað vel í Frakklandi.
Liverpool vantar miðjumann en Georgino Wijnaldum fór frítt frá félaginu til PSG á dögunum.