fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Allt klappað og klárt: Messi hefur samþykkt tilboð PSG – Þetta verða launin

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 10:23

Menn á borð við Messi og Ronaldo eru ekki þeir áhrifamestu að sögn Enrique. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi og Paris Saint-Germain hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör. Þessi magnaði leikmaður heldur til Parísar innan tíðar til að kvitta undir samning.

Messi mun skrifa undir tveggja ára samning við PSG en samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.

Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan.

Messi sem er 34 ára gamall hefur spilað með Barcelona alla tíð og ætlaði að vera áfram, fjárhagstaða félagsins er slæm og gat félagið ekki framlengt við Messi.

Lionel Messi grét á blaðamannafundi í fyrradag er hann kvaddi uppeldisfélag sitt, Barcelona. „Ég og fjöldskyldan mín vorum sannfærð um að við myndum vera hérna áfram, heima,“ sagði hann á blaðamannafundi á sunnudaginn.

Neymar fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona hefur boðið honum að fá treyju númer 10 í París, Neymar vill ólmur fá sinn gamla vin til Parísar. Messi hefur hins vegar afþakkað það boð samkvæmt frönskum fjölmiðlum.

Þar segir að Messi vilji ekki taka treyjuna af Neymar og fari frekar í treyju númer 19, það númer notaði hann til að byrja með hjá Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool