Einn skemmtilegasti karakter fótboltans í seinni tíð, Roy Keane fagnar í dag 50 ára afmæli sínu. Keane er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.
Keane er í dag sérfræðingur í sjónvarpi og hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. Keane var lengi vel fyrirliði Manchester United.
Gary Neville hitti Keane í tilefni dagsins og spurði hann spjörunum úr, 50 spurningar í tilefni af 50 ára afmælinu.
Margt áhugavert kom fram í máli Keane sem lætur suma heyra það á meðan hann lofsyngur aðra.
Sjón er sögu ríkari en spurningarnar og svörin má sjá hér að neðan.