Manchester United er samkvæmt enskum blöðum tilbúið til þess að selja Anthony Martial framherja félagsins í sumar. Félagaskiptaglugginn lokar í lok ágúst.
Martial sem er 25 ára gamall er á óskalista Inter Milan til að fylla skarð Romelu Lukaku sem er að ganga í raðir Chelsea.
Manchester United seldi Lukaku til Inter fyrir tveimur árum og setti Ole Gunnar Solskjær allt sitt traust á Martial í sóknarleiknum.
Franski framherjinn var öflugur til að byrja með en var í vandræðum á síðustu leiktíð, meiðsli hrjáðu þá franska framherjann.
Martial er 25 ára gamall en sagt er að United sé tilbúið að selja hann fyrir 50 milljónir punda en Inter fær tæpar 100 milljónir punda fyrir Lukaku.
Í enskum blöðum kemur fram að United gæti hugsað sér að fylla skarð Martial með því að fá Antoine Griezmann frá Barcelona en sá er til sölu.