fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Staðfesti hún orðróminn? – ,,Velkomin fallega“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 20:11

Rafaella Santos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir Neymar, Rafaella Santos, virðist vera með það alveg á hreinu að Lionel Messi sé að leið til Paris Saint-Germain. Það er ef tekið er mark á skrifum hennar á Instagram.

Hinn 34 ára gamli Messi hefur yfirgefið Barcelona. Hann hefur verið hjá Börsungum frá 13 ára aldri. Félagið hafði hins vegar ekki efni á að gera nýjan samning vegna gríðarlegra fjárhagsvandræða. Leikmaðurinn neyðist því til að fara.

Það þykir nánast pottþétt að Argentínumaðurinn sé á leið til PSG.

Antonela Roccuzzo, eiginkona Messi, setti mynd af þeim ásamt börnum þeirra á Instagram. Undir myndina skrifaði Rafella ,,Velkomin fallega.“

Neymar spilar auðvitað með PSG. Hann er talinn hafa tekið þátt í því að lokka Messi til félagsins.

Það er því nokkuð ljóst að Rafaella var að bjóða Rocuzzo velkomna til Parísar.

Lionel Messi og Antonella Roccuzzo. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina