Kun Aguero framherji Barcelona verður frá næstu tíu vikurnar en hann er meiddur á kálfa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins.
Aguero gekk í raðir Barcelona í sumar frá Manchester City, draumurinn um að spila með Lionel Messi átti að verða að veruleika. Messi og Aguero eru bestu vinir og vildi Messi ólmur fá hann til Katalóníu.
Messi verður hins vegar að yfirgefa Barcelona vegna þeirra fjárhagsörðugleika sem félagið nú glímir við.
Aguero er sagður afar sorgmæddur yfir því og þarf nú að ná áttum á sjúkrabekknum. Framherjinn hefur verið mikið meiddur síðustu mánuði og ár hjá City og vildi félagið ekki framlengja við hann.