fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Robertson gefur út yfirlýsingu eftir meiðslin: ,,Mun vinna að því að koma til baka á hverjum degi svo ég geti hjálpað liðinu aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 19:31

Andy Robertson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur sent út yfirlýsingu á Twitter í kjölfar þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik gegn Athletic Bilbao í gær.

Meiðslin virtust alvarleg í fyrstu og óttuðust stuðningsmenn það versta.

Miðað við yfirlýsinguna eru meiðslin þó ekki af mjög alvarlegum toga.

,,Takk allir fyrir hlýju skilaboðin og stuðninginn. Skönnun leiddi ekkert of alvarlegt í ljós en það er einhver liðbandaskaði sem þarf að hlúa að. Ég mun vinna að því að koma til baka á hverjum degi svo ég geti hjálpað liðinu aftur fyrr en síðar. Ég óska strákunum sem eru að spila í kvöld góðs gengis.“

Þrátt fyrir að meiðslin séu ekki jafn alvarleg og margir óttuðust er ljóst að Robertson missir af fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Hún fer af stað um næstu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina