Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur sent út yfirlýsingu á Twitter í kjölfar þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik gegn Athletic Bilbao í gær.
Meiðslin virtust alvarleg í fyrstu og óttuðust stuðningsmenn það versta.
Miðað við yfirlýsinguna eru meiðslin þó ekki af mjög alvarlegum toga.
,,Takk allir fyrir hlýju skilaboðin og stuðninginn. Skönnun leiddi ekkert of alvarlegt í ljós en það er einhver liðbandaskaði sem þarf að hlúa að. Ég mun vinna að því að koma til baka á hverjum degi svo ég geti hjálpað liðinu aftur fyrr en síðar. Ég óska strákunum sem eru að spila í kvöld góðs gengis.“
Þrátt fyrir að meiðslin séu ekki jafn alvarleg og margir óttuðust er ljóst að Robertson missir af fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Hún fer af stað um næstu helgi.
Thanks to everyone for the kind messages and support. Scan suggests nothing too major but there’s some ligament damage which will need to mend. I will be grafting every day so I can help the team again sooner rather than later. Good luck to the boys playing tonight #YNWA pic.twitter.com/urKPCLmHgS
— Andy Robertson (@andrewrobertso5) August 9, 2021