fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Nýjustu fréttir frá París gleðja stuðningsmenn Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 18:24

Lionel Messi og Antonella Rocuzzo, eiginkona hans. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain ætlar að láta það duga að fá Lionel Messi til félagsins, gangi það í gegn. Því mun franska stórveldið ekki fara á eftir Paul Pogba, miðjumanni Manchester United. Le Parisien segir þetta.

Hinn 28 ára gamli Pogba verður samningslaus eftir næsta tímabil. Hingað til hefur hann ekki gert sig líklegan til þess að skrifa undir. Því hefur hann verið orðaður frá Man Utd. PSG hefur einna helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður.

Nú virðist þó sem svo að hinn 34 ára gamli Messi sé að ganga til liðs við PSG á frjálsri sölu.

Argentínumaðurinn hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Félagið hafði hins vegar ekki efni á að gera nýjan samning vegna gríðarlegra fjárhagsvandræða. Leikmaðurinn neyðist því til að fara.

Ásamt því að vera líklega að klófesta Messi hefur PSG fengið leikmenn á borð við Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma, Achraf Hakimi og Gini Wijnaldum í sumar. Pogba mun ekki bætast við þennan hóp.

Paul Pogba. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina