Argentíski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi er nú með næstflesta fylgjendur á Instagram. Hann hefur tekið fram úr Kim Kardashian.
Hinn 34 ára gamli Messi hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga vegna yfirvofandi félagaskipta hans til Paris Saint-Germain. Hann hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri. Félagið hafði hins vegar ekki efni á að gera nýjan samning vegna gríðarlegra fjárhagsvandræða. Leikmaðurinn neyðist því til að fara.
Umræðan um hann hefur þó greinilega reynst ágætis auglýsing fyrir leikmanninn þar sem hann hefur nú tekið fram úr Kim á Instagram. Messi hefur nú 245 milljónir fylgjenda. Kim hefur 242 milljónir.
Cristiano Ronaldo er með flesta fylgjendur á forritinu. Þeir eru 324 milljónir talsins.
Ronaldo og Messi hafa einmitt um árabil verið taldir með bestu knattspyrnumönnum sögunnar.
Lionel Messi has just overtaken Kim Kardashian in Instagram followers, making him the 2nd most followed on the app with 245 million 👑 pic.twitter.com/uxSAwIyEuJ
— SPORTbible (@sportbible) August 9, 2021