fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Hafrún furðaði sig á tárum Messi – Hann mátti ekki lækka laun sín meira

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 09:30

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi grét á blaðamannafundi í gær er hann kvaddi uppeldisfélag sitt, Barcelona. Argentínumaðurinn er líklegur til að fara til PSG á frjálsri sölu en kappinn sagði að ekki væri búið að ákveða neitt. Búist var við að hann myndi endurnýja samning sinn við Barcelona í sumar en félagið er í fjárhagskröggum og gat ekki samið við Messi.

„Ég og fjöldskyldan mín vorum sannfærð um að við myndum vera hérna áfram, heima,“ sagði hann á blaðamannafundi á sunnudaginn.

„Þetta eru endalokin hjá klúbbnum og nýr kafli tekur við. Já, þetta er ein erfiðasta stund sem ég hef upplifað. Mig langar ekki að yfirgefa félagið – ég elska þennan klúbb og bjóst ekki við þessu. Mig langaði að fara í fyrra, mig langar að vera áfram í ár. Þess vegna er ég dapur. Blóðið fraus í æðum mér. Ég var virkilega dapur. Þetta var mjög erfitt fram að þessu. Ég er enn að reyna að melta þetta.“

Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Messi var ekki tilbúinn að lækka laun sín um meira en 50 prósent til að vera áfram og Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingar var einn af þeim sem velti því fyrir sér. „Messi pæling: Hann lysir þvi yfir með tárin i augunum að hann hafi viljað klara ferilin hja Barca. Liðið getur ekki borgað honum laun þessvegna fer hann. Maðurinn á meiri pening en honum mun takast að eyða. Ef honum langar svona að spila með Barca afhv spilar hann ekki fritt?,“ skrifaði Hafrún á Twitter í gær.

Margir hafa síðan bent á það að Barcelona mátti ekki lækka laun hans meira en 50 prósent, samkvæmt reglum spænsku úrvalsdeildarinnar má leikmaður ekki lækka meira en 50 prósent í launum á milli samninga. Sökum þess gat Messi ekki lækkað laun sína meira og virðist nú vera á leið til PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool