Endurkoma Romelu Lukaku til Chelsea er svo gott sem staðfest. Framherjinn frá Belgíu fór í læknisskoðun á Ítalíu í dag.
Lukaku er á förum frá Inter eftir tvö ár hjá félaginu en Thomas Tuchel hefur ólmur viljað fá inn framherja í sumar. Chelsea hafði mestan áhuga á Erling Haaland en Dortmund neitar að selja hann í sumar.
Lukaku var næstu á blaði og hefur Chelsea samþykkt að borga 98 milljónir punda fyrir framherja Inter. Lukaku verður næst dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, aðeins Jack Grealish sem Manchester City keypti á dögunum er dýrari.
Lukaku yfirgaf Chelsea árið 2014 og gekk þá í raðir Everton þar sem hann raðaði inn mörkum, Sumarið 2017 fór hann til Manchester United og stóð sig með ágætum en var seldur tveimur árum síðar.
Lukaku var svo besti maður Inter á síðustu leiktíð þegar liðið vann lok Seriu A á nýjan leik en hann verður dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið frá ítölsku félagi.
Lukaku er væntanlegur til Lundúna í vikunni til að kvitta undir og hefja vegferð sína með Chelsea á nýjan leik.
Romelu Lukaku has just completed main part of his medical tests as new Chelsea player today morning in Milano. 100% confirmed. 🔵 #CFC
Romelu’s camp is now planning together with Chelsea for London flight this week. Deal to be announced in the next few days. 🛫🇬🇧 #Lukaku
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 9, 2021