Wesley Fofana, varnarmaður Leicester City spilar ekki meira á þessu ári en leikmaðurinn fótbrotnaði í æfingarleik gegn Villareal á miðvikudaginn.
Frakkinn ungi fer í aðgerð á mánudaginn. „Hann spilar einhvern tíma aftur á næsta ári. Skaðinn á liðböndunum lítur ekki vel út,“ sagði Brendan Rogers, þjálfari Leicester, við BBC Radio.
„Hann er hress, og vill vera hjá okkur, umkringdur liðsfélögum sínum. Stundum vilja leikmenn fara aftur til heimalandsins en hann ætlar að vera hjá okkur. Hann fer í aðgerð á mánudaginn og verður svo á batavegi.“
Rogers hefur talað um að hann vanti mögulega annan miðvörð í sumar en Jonny Evans er einnig meiddur í liði Leicester.