PSG vann í sínum fyrsta leik á nýju tímabili gegn nýliðum Troyes. Leikið var á Stade de l’Aube í Troyes.
Troyes vann Ligue 2 í fyrra og stóð í hárunum á risunum í PSG í leiknum en Oualid El Hajjam kom heimamönnum yfir með skalla úr hornspyrnu á 9. mínútu. PSG var hins vegar ekki lengi að jafna metin en Achraf Hakimi gerði það tíu mínútum síðar með þrumuskoti úr þröngu færi. Mauro Icardi kom PSG yfir í leiknum á 21. mínútu.
Troyes sótti stíft að mark Parísarliðsins en allt kom fyrir ekki og 2-1 sigur PSG niðurstaða.
Lokatölur:
Troyes 1 – 2 PSG
1-0 El Hajjam (‘9)
1-1 Achraf Hakimi (’19)
1-2 Mauro Icardi (’21)