Afturelding burstaði Hauka 6-2 í Lengjudeild kvenna í dag. Leikið var á Ásvöllum.
Afturelding var komið í 5-0 forystu eftir 51. mínútna leik með mörkum frá Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttir, Jade Arianna Gentile, tvennu frá Taylor Lynne Bennett og sjálfsmarki. Helga Ýr Kjartansdóttir minnkaði muninn tveimur mínútum síðar en Ragna Guðrún Guðmundsdóttir skoraði sjötta mark Aftureldingu á 64. mínútu. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði annað sárabótamark fyrir Hauka á 83. mínútu og þar við sat.
Afturelding er einu stigi frá toppi deildarinnar í 3. sæti með 28 stig eftir 13 leiki. Haukar eru í 5. sæti með 15 stig.