ÍBV fór með sigur af hólmi í viðureign þeirra og Víking Ó. í Lengjudeild karla í dag. Leikið var á Ólafsvíkurvelli.
Ísak Andri Sigurgeirsson kom Eyjamönnum yfir á 30. mínútu með flottu einstaklingsframtaki. Breki Ómarsson bætti við öðru marki fyrir ÍBV í upphafi seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Ísaki Andra. Þar við sat og 2-0 sigur ÍBV niðurstaða.
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 32 stig eftir 15 leiki, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik til góða. Víkingur Ó. er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir 13 leiki.