Leicester og Man City mætast á Wembley í dag í barráttunni um Samfélagsskjöldinn en hann er leikinn á hverju ári þar sem deildarmeistarar og bikarmeistarar Englands takast á.
Leicester City mun klæðast sérstökum æfingartreyjum í upphitun fyrir leikinn til að vekja athygli á Alzheimer samtökunum. Enska knattspyrnusambandið er styrktaraðili Alzheimer samtakanna sem eru stærstu góðgerðarsamtök til styrkar heilabilunar á Englandi.
Markmið samtakanna er að stuðla að breytingum, fjármagna rannsóknir og finna lækningu á og styðja fólk sem glímir við Alzheimer í dag.
Mynd af treyjunum má sjá hér að neðan.
Ahead of today’s #CommunityShield fixture, the Foxes will be wearing special warm-up shirts to raise awareness of @alzheimerssoc 🦊 pic.twitter.com/mvXmbzMgw7
— Leicester City (@LCFC) August 7, 2021