fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Kevin de Bruyne og Phil Foden meiddir en Jack Grealish verður á bekknum í Samfélagsskildinum

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 7. ágúst 2021 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englandsmeistarar í Manchester City og bikarmeistarar í Leicester City mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. Kevin de Bruyne og Phil Foden, leikmenn Man City eru báðir meiddir og verður hvorugur með. De Bruyne meiddist á ökkla á EM 2020 og Phil Foden missti af úrslitaleik Englendinga vegna meiðsla á fæti.

Nýr leikmaður Man City, Jack Grealish, verður hins vegar á bekknum í dag. Grealish varð dýrasti leikmaður í sögu Bretlands á fimmtudaginn þegar hann færði sig yfir til Man City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda.

Grealish er alls ekki tilbúinn til að byrja leikinn,“ sagði Guardiola. „Hann hefur æft í eina viku einn, en ferðast með okkur á morgun til að vera með liðinu á fundum og hann verður á bekknum svo við sjáum hvað setur.

Það eru einnig meiðsli í herbúðum Leicester en varnarmennirnir Wesley Fofana, Jonny Evans, James Justin og Timothy Castagne eru allir fjarri góðu gamni.

Liðin mætast klukkan 16:15 á íslenskum tíma. Leikið verður á Wembley vellinum í London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið