Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður fyrir Lynby í dönsku 1. deildinni í 5-0 sigri gegn Esbjerg. Þetta var fyrsti leikur Sævars síðan hann gekk til liðs við danska félagið frá Leikni á dögunum.
Sævar Atli er 21. árs gamall framherji en hann skoraði níu mörk í tólf leikjum fyrir Leikni í Pepsi Max deildinni í sumar.
Freyr Alexandersson tók við þjálfarastöðunni hjá Lyngby í júní síðastliðnum og hefur farið vel af stað með félagið en það er í efsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir 3 leiki.