fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Chelsea tilbúið að greiða hátt í 100 milljónir punda fyrir Lukaku

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 7. ágúst 2021 13:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er tilbúið að greiða Inter Milan 93.25 milljónir punda fyrir fyrrverandi leikmann sinn, Romelu Lukaku. Sky Sports segir frá. Þeir bláklæddu gætu greitt upphæðina án þess að aðrir leikmenn séu innifaldir í samningnum en samningaviðræður eru enn í gangi.

Inter meta Lukaku á 101.7 milljónir punda svo að mögulegt er að félögin nái samkomulagi um leikmanninn. Chelsea hefur tvisvar boðið í Belgann, og seinna tilboðið var á 85 mp, ásamt Marcos Alonso. Lukaku sem er 28 ára gamall yfirgaf Chelsea árið 2014 eftir að hafa leikið einungis 15 leiki fyrir félagið.

Lukaku er einn besti markaskorari í Evrópu og skoraði 87 mörk í 166 leikjum fyrir Everton á árunum 2014-2017. Hann skoraði einnig 42 mörk í 96 leikjum á tveimur árum með Manchester United áður en hann færði sig yfir til Inter árið 2019.

Hann skoraði 24 mörk á síðasta tímabili og hjálpaði Inter að vinna ítölsku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 11 ár. Inter er í fjárhagskröggum og þarf að lækka tekjur leikmanna sína talsvert.

Chelsea menn eru ólmir í að kaupa heimsklassa framherja í sumarglugganum en Norðmaðurinn Erling Haaland er einnig sagður á óskalistanum hjá Evrópumeisturunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband