fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Brasilía Ólympíumeistari karla í fótbolta

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 7. ágúst 2021 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilía er Ólympíumeistari karla í fótbolta eftir sigur á Spáni í úrslitaleik liðanna í dag.

Matheus Cunha kom Brasilíumönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Dani Alves en Richarlison hafði brennt af víti nokkrum mínútum fyrr. Það var svo Mikel Oyarzabal sem jafnaði fyrir Spánverja með frábæru marki á 61. mínútu. Það var ekki meira skorað í venjulegum leiktíma og fór leikurinn í framlengingu.

Malcom, leikmaður Barcelona á Spáni kom inn á sem varamaður fyrir Brasilíu og skoraði sigurmarkið á 109. mínútu. Spánverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en Brasilía stóð af sér sóknir þeirra og hreppti gullið í leikslok.

Þetta er annar Ólympíusigur brasilíska karlalandsliðsins í fótbolta í röð en liðið vann einnig gullið árið 2016 eftir sigur gegn Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið