Danski framherjinn Thomas Mikkelsen er á leiðinni frá Breiðablik. Félagið hefur staðfest þetta, en Mikkelsen bað um að losna undan samning sínum við félagið af persónulegum ástæðum.
Thomas er á leiðinni aftur til Danmerkur og mun leika sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á næstu dögum. Í yfirlýsingu frá Breiðablik kemur fram að „starfslok báru brátt að og voru unnin í mesta bróðerni beggja aðila. “
Thomas gekk til liðs við Breiðablik árið 2018. Hann hefur spilað 92 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 72 mörk.