Það vakti athygli í færslu blaðamannsins Fabrizio Romano í dag þegar hann sagði að Neymar aðstoðaði félag sitt, Paris Saint-Germain, við að reyna að næla í Lionel Messi.
Það kom fram í gær að hinn 34 ára gamli Messi yrði ekki áfram hjá Barcelona. Hann hafði verið hjá félaginu frá aldamótum.
Samningur Messi rann út fyrr í sumar. Leikmaðurinn vildi skrifa undir nýjan og félagið vildi endursemja. Vegna fjárhagsstöðu félagsins og reglna La Liga var það hins vegar ekki möguleiki. Því þarf argentíski snillingurinn að finna sér nýtt félag.
PSG leiðir kapphlaupið samkvæmt Romano. Eins og kom fram ofar reynir Neymar að aðstoða félagið. Hann og Messi léku áður saman hjá Barcelona.
Paris Saint-Germain are now “progressing” in direct negotiations to sign Leo Messi. Talks ongoing to find the right ‘structure’, PSG are pushing since yesterday and now feeling confident. 🔵🔴🇫🇷 #Messi
Manchester City are still quiet. PSG (and Neymar…) working for Messi. #PSG pic.twitter.com/DsdI6knxs7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2021