Einn stuðningsmaður Barcelona hágrét fyrir utan heimavöll félagsins, Camp Nou, eftir að í ljós kom að Lionel Messi væri á förum frá Katalóníu.
Það kom fram í gær að hinn 34 ára gamli Messi yrði ekki áfram hjá Barcelona. Hann hafði verið hjá félaginu frá aldamótum.
Samningur Messi rann út fyrr í sumar. Leikmaðurinn vildi skrifa undir nýjan og félagið vildi endursemja. Vegna fjárhagsstöðu félagsins og reglna La Liga var það hins vegar ekki möguleiki. Því þarf argentíski snillingurinn að finna sér nýtt félag.
Margir stuðningsmenn Barcelona eru í sárum, enda leikmaðurinn í guðatölu hjá félaginu.
Myndbandið af manninum fyrir utan leikvanginn má sjá hér fyrir neðan.
A barca fan outside the gates of Camp Nou crying while holding a Messi jersey 💔
— TM (@TotalLeoMessi) August 5, 2021