fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Valur vann dramatískan sigur og heldur toppsætinu

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 6. ágúst 2021 21:21

Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Valur vann dramatískan sigur á ÍBV á Origo vellinum. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma og Valur heldur toppsætinu með 35 stig eftir 14 leiki. ÍBV er í 6. sæti með 16 stig eftir 13 leiki.

Stjarnan tók á móti Þór/KA í Garðabænum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom Stjörnunni yfir á 13. mínútu en Þór/KA jafnaði þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma og var Karen María Sigurgeirsdóttir að verki.

Keflavík og Fylkir mættust á HS Orku vellinum í Keflavík. Tina Marholt kom heimakonum yfir á 15. mínútu en Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði fyrir Fylki á 35. mínútu. Bryndís skoraði annað markið sitt í leiknum og sigurmark Fylkis á 73. mínútu. Fylkir er í 8. sæti með 12 stig eftir 13 leiki. Keflavík situr á botni deildarinnar með 9 stig eftir 13 leiki.

Breiðablik vann góðan 1-3 útisigur á Tindastóli. Jaqueline Altschuld kom Tindastól yfir á 3. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu en Karítas Tómasdóttir jafnaði fyrir Breiðablik á 19. mínútu. Ásta Eir Árnadóttir kom Breiðablik yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Áslaugu Mundu á 56 mínút. Karítas Tómasdóttir kom Breiðablik í 3-1 með marki á 68. mínútu og þar við sat.

Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum á eftir Val. Tindastóll er í 9. sæti með 11 stig eftir 13 leiki.

Lokatölur:

Valur 1 – 0 ÍBV
1-0 Fanndís Friðriksdóttir (’92)

Stjarnan 1– 1 Þór/KA
1-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (’13)
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir (’89)

Keflavík 1 – 2 Fylkir
1-0 Tina Marholt (’15)
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir (’35)
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir (’73)

Tindastóll 1 – 3 Breiðablik
1-0 Jaqueline Altschuld (‘3)
1-1 Karítas Tómasdóttir (’19)
1-2 Ásta Eir Árnadóttir (’56)
1-3 Karítas Tómasdóttir (’68)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni