Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.
Valur vann dramatískan sigur á ÍBV á Origo vellinum. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma og Valur heldur toppsætinu með 35 stig eftir 14 leiki. ÍBV er í 6. sæti með 16 stig eftir 13 leiki.
Stjarnan tók á móti Þór/KA í Garðabænum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom Stjörnunni yfir á 13. mínútu en Þór/KA jafnaði þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma og var Karen María Sigurgeirsdóttir að verki.
Keflavík og Fylkir mættust á HS Orku vellinum í Keflavík. Tina Marholt kom heimakonum yfir á 15. mínútu en Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði fyrir Fylki á 35. mínútu. Bryndís skoraði annað markið sitt í leiknum og sigurmark Fylkis á 73. mínútu. Fylkir er í 8. sæti með 12 stig eftir 13 leiki. Keflavík situr á botni deildarinnar með 9 stig eftir 13 leiki.
Breiðablik vann góðan 1-3 útisigur á Tindastóli. Jaqueline Altschuld kom Tindastól yfir á 3. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu en Karítas Tómasdóttir jafnaði fyrir Breiðablik á 19. mínútu. Ásta Eir Árnadóttir kom Breiðablik yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Áslaugu Mundu á 56 mínút. Karítas Tómasdóttir kom Breiðablik í 3-1 með marki á 68. mínútu og þar við sat.
Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum á eftir Val. Tindastóll er í 9. sæti með 11 stig eftir 13 leiki.
Lokatölur:
Valur 1 – 0 ÍBV
1-0 Fanndís Friðriksdóttir (’92)
Stjarnan 1– 1 Þór/KA
1-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (’13)
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir (’89)
Keflavík 1 – 2 Fylkir
1-0 Tina Marholt (’15)
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir (’35)
1-2 Bryndís Arna Níelsdóttir (’73)
Tindastóll 1 – 3 Breiðablik
1-0 Jaqueline Altschuld (‘3)
1-1 Karítas Tómasdóttir (’19)
1-2 Ásta Eir Árnadóttir (’56)
1-3 Karítas Tómasdóttir (’68)