Samkvæmt Mirror er Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, tilbúinn til að láta treyjunúmer sitt, 10, eftir og gefa Lionel Messi það, komi hann til félagsins.
Það kom fram í gær að hinn 34 ára gamli Messi yrði ekki áfram hjá Barcelona. Hann hafði verið hjá félaginu frá aldamótum.
Samningur Messi rann út fyrr í sumar. Leikmaðurinn vildi skrifa undir nýjan og félagið vildi endursemja. Vegna fjárhagsstöðu félagsins og reglna La Liga var það hins vegar ekki möguleiki. Því þarf argentíski snillingurinn að finna sér nýtt félag.
Talið er að PSG sé í sterkustu stöðunni til að sækja Messi. Það kom fram í dag að Neymar væri að aðstoða félag sitt við að fá leikmanninn til sín. Neymar og Messi léku saman á sínum tíma hjá Barcelona.
Þar var Messi númer 10 og Neymar númer 11.