fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Messi er í áfalli – Ekki með neitt varaplan

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 10:42

Lionel Messi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi er hissa og í áfalli yfir því að fá ekki nýjan samning hjá Barcelona. Sjálfur vildi leikmaðurinn vera áfram en á endanum gat Katalóníustórveldið ekki samið við hann.

Hinn 34 ára gamli Messi varð samningslaus hjá Barcelona fyrr í sumar. Hann ætlaði sér þó alltaf að semja aftur við félagið. Hann beið einfaldega eftir því að félagið myndi setja saman samning fyrir sig. Argentínumaðurinn var sagður tilbúinn til þess að taka á sig töluverða launalækkun til að vera áfram.

Nú er Messi heima hjá sér í Barcelona ásamt föður sínum og umboðsmanni, Jorge Messi. Þeir fara þar yfir hugsanleg næstu skref.

Messi hélt til Katalóníu á fimmtudag eftir sumarfrí sitt. Hann hélt að hann myndi ganga frá síðustu smáatriðum í nýjum fimm ára samningi sínum við Barcelona þá. Allt kom fyrir ekki.

Báðir aðilar, Barcelona og Messi, vildu endursemja en vegna fjárhagsreglna La Liga var það ekki hægt. Joan Laporta, forseti félagsins, viðrukenndi á blaðamannafundi í morgun að fjárhagsstaða félagsins væri afar slæm.

Hingað til hefur Messi ekki haft neitt varaplan þar sem áætlunin var alltaf að vera áfram hjá Barcelona. Hann mun þó á næstu dögum hlusta á tilboð frá öðrum félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea