Argentíski miðvörðurinn Cristian Romero hefur skrifað undir samning hjá Tottenham. Félagið hefur staðfest þetta. Romero kemur frá Atalanta á Ítalíu og var valinn besti varnarmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.
Hann lék áður með Juventus en var lánaður til Genoa tímabilið 2019/20, og síðar Atalanta sem endaði í 3. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og lék í Meistaradeild Evrópu.
Hann vann Suður-Ameríkukeppnina í sumar þar sem hann spilaði með núverandi liðsfélaga sínum hjá Tottenham, Giovani Lo Celso.