Fyrrverandi fótboltamaðurinn og knattspyrnuspekingurinn Darren Bent þykir líklegra að Manchester City fái Lionel Messi en Harry Kane í sumarglugganum, en það var tilkynnt fyrir skömmu að Messi verði ekki áfram hjá uppeldisfélagi sínu, Barcelona.
„Þetta eru risastórar fréttir. Við erum að tala um líklega besta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Darren Bent í viðtali á Talksport.
„Ég sé fyrir mér að Manchester City muni frekar vilja fá Lionel Messi á frjálsri sölu en Harry Kane. Ég sé ekki fyrir mér að Manchester City muni eyða 100 milljónum punda í Harry Kane, 100 milljónum punda í Jack Grealish og fá Messi. Svo ég held hann (Kane) verði svitnandi yfir fréttunum.“
Aðspurður hvað Bent myndi gera ef hann væri Lionel Messi sagði Bent: „Ég held að PSG og Manchester City séu líklegustu áfangastaðirnir hans, en ég held hann fari til Man City vegna Pep.“
“Absolutely humongous!” 🔥
“I can see #MCFC opting for Messi on a free instead of going for Harry Kane.” 😱
Darren Bent reacts to the news that Lionel Messi will be leaving Barca this summer. pic.twitter.com/E4yzpiLVfA
— talkSPORT (@talkSPORT) August 5, 2021