fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deild karla: Valur hafði betur í stórleiknum – Stjarnan og HK með örugga sigra

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 21:12

Einar Karl lengst til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 15. umferð Pepsi Max deildar karla. Valur hafði betur í toppslagnum gegn KR, Stjarnan burstaði ÍA og HK sigraði FH á útivelli.

Valur tók á móti KR á Origo vellinum í kvöld. Valur styrkti stöðu sína á toppnum með 1-0 sigri. Bæði lið spiluðu leikinn nokkuð varfærnislega enda mikið í húfi. Tryggvi Hrafn Haraldsson braut ísinn á 74. mínútu og kom Valsmönnum yfir og dugði það til sigurs þrátt fyrir sóknarþunga KR-inga undir lokin. Þetta var fyrsta mark Tryggva fyrir Val.

Valur 1 – 0 KR
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (´74)

Stjarnan tók á móti ÍA á Samsungvellinum. Þar unnu heimamenn öruggan 4-0 sigur. Eggert Aron kom Stjörnunni yfir snemma leiks, Hilmar Árni Halldórsson bætti við öðru markinu og Magnus Anbo skoraði svo tvö mörk, annað í fyrri hálfleik og hitt í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Stjarnan 4 – 0 ÍA
1-0 Eggert Aron Guðmundsson (´5)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson (´24)
3-0 Magnus Anbo (´41)
4-0 Magnus Anbo (´93)

FH tók á móti HK í Kaplakrika. Heimamenn komust yfir strax á 1. mínútu með marki frá Jónatani Inga en Birnir Snær jafnaði stuttu síðar. Arnþór Ari kom gestunum yfir á 17. mínútu en Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metin eftir hálftíma leik. Eftir það skoruðu Birnir Snær og Atli Arnarsson sitt hvort markið og 2-4 sigur HK-inga því staðreynd.

FH 2 – 4 HK
1-0 Jónatan Ingi Jónsson (´1)
1-1 Birnir Snær Ingason (´5)
1-2 Arnþór Ari Atlason (´17)
2-2 Baldur Logi Guðlaugsson (´30)
2-3 Birnir Snær Ingason (´45)
2-4 Atli Arnarson (´54)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld