fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Fyrirsæta fékk 200 morðhótanir á dag í sumar er hún studdi kærastann á knattspyrnuvellinum – ,,Vona að þú fáir krabbamein og deyir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 09:27

Jack Grealish og Sasha Attwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Sasha Attwood, kærasta knattspyrnumannsins Jack Grealish, segist hafa fengið 200 morðhótanir á dag á meðan Evrópumóti landsliða stóð í sumar. Grealish lék með Englandi á mótinu.

Attwood fékk skilaboðin í gegnum samfélagsmiðlanna TikTok og Instagram.

,,Þau sögðu ‘ég vona að þú fáir krabbamein og deyjir’ eða ‘ég vona að öll fjölskyldan þín deyji’,“ sagði Attwood. Hún nefndi svo fleiri dæmi um það andlega ofbeldi sem hún varð fyrir.

,,Ég fékk 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi það. Ég fékk svo mörg skilaboð á hverjum einasta degi. Ég fæ þau enn í dag.“

Eftir tap Englands í úrslitaleik EM gegn Ítölum fengu þeir Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho allir afar ljót skilaboð á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir eru dökkir á hörund og notuðu óprúttnir aðilar það gegn þeim. Það kemur Attwood á óvart hversu mikið af illa innrættu fólki er til.

,,Það fór auðvitað allt í háaloft í kringum EM en ég hélt aldrei að þetta yrði svona slæmt. Það kemur mér svo á óvart hversu vont fólk getur verið að ástæðulausu.“

,,Það sem er ógnvekjandi er að þetta eru ungar stelpur. Ég fer á reikninganna þeirra sem eru að senda mér svona hluti og þær eru 13, 14 ára.“

,,Ef þú ert einn af þeim sem býrð til aðganga undir öðru nafni og sendir hræðleg skilaboð, óskar einhverjum dauða, ert að tala um einkalíf þeirra, af hverju? Hvað færðu út úr þessu?“

Jack Grealish.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða