fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Rio Ferdinand nefnir þá tvö vanmetnustu sem hann lék með hjá Man Utd – ,,Makalele síns tíma“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand segir að Owen Hargreaves og Michael Carrick séu vanmetnustu leikmenn sem hann lék með á tíma sínum hjá Manchester United.

Hinn 42 ára gamli Ferdinand vann sex Englansmeistaratitla og einn Evrópumeistaratitil á tíma sínum hjá Man Utd. Hargreaves og Carrick voru til að mynda með honum í liðunu sem varð Evrópumeistari árið 2008.

Hargreaves lék með Man Utd á árunum 2007 til 2011 en var mikið meiddur á þeim tíma.

Carrick átti tólf ára feril hjá Man Utd og myndaði um tíma sterka miðju með Paul Scholes.

,,Þegar hann var ekki meiddur var hann (Claude) Makalele síns tíma, hann hafði jafnvel aðeins meira upp á að bjóða en hann. Hann gat lokað á menn auðveldlega. Hann var sá sneggsti í liðinu á tímabili, við fórum í öll hlaupin og þolprófin,“ sagði Ferdinand um Hargreaves.

,,Hann var áræðinn og óaðfinnanlegur tæknilega. Þegar ég kallaði á hann úr vörninni var hann eins og hermaður. Það sama á við um Michael Carrick. Þeir vissu hvað það var mikilvægt fyrir liðið.“

,,Fólk segir að Michael Carrick hafi aldrei farið í tæklingar en hann þurfti þess oft ekki. Hann las leikinn svo vel, ég stýrði honum líka úr vörninni, sagði honum hvar hann ætti að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Í gær

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin