fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Baráttan um toppsætið heldur áfram

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 24. júlí 2021 17:57

Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi-Max deild kvenna í dag.  Þór/KA tók á móti toppliði Vals á SaltPay vellinum og Breiðablik tók á móti Selfoss í Kópavoginum.

Arna Sif Ásgrímsdóttir gaf Valskonum forskotið þegar hún setti boltann í eigið net eftir 18. mínútna leik. Margrét Árnadóttir jafnaði fyrir Þór/KA á 35. mínútu en Dóra María Lárusdóttir kom Valskonum aftur yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ásdís Karen Halldórsdóttir bætti við þriðja markinu á 46. mínútu og þar við sat. Valur heldur toppsætinu með 29 stig eftir 12 leiki. Þór/KA er í 6. sæti með 13 stig.

Það var lítið að frétta framan af í leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvellinum, en Breiðablik komst í 1-0 forystu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði úr víti á 77. mínútu. Bergrós Ásgeirsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tveimur mínútum síðar, en Taylor Marie Ziemer skoraði sigurmarkið fyrir Breiðablik á 81. mínútu með góðu skoti rétt fyrir utan teig.  Breiðablik fylgir fast á eftir Valskonum í 2. sæti með 27 stig. Selfoss situr í 3. sæti með 18 stig.

Lokatölur:

Þór/KA 1 – 3 Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (’18, sjálfsmark)
1-1 Margrét Árnadóttir (’35)
1-2 Dóra María Lárusdóttir (’45)
1-3  Ásdís Karen Halldórsdóttir (’46)

Breiðablik 2– 1 Selfoss
1-0 Agla María Albertsdóttir (’77, víti)
1-1 Bergrós Ásgeirsdóttir  (’79)
2-1  Taylor Marie Ziemer (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn segja frá sturluðum staðreyndum um fótbolta

Stuðningsmenn segja frá sturluðum staðreyndum um fótbolta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo dæmdur til að rífa niður hluta af húsinu og tennisvöll

Ronaldo dæmdur til að rífa niður hluta af húsinu og tennisvöll
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“
433Sport
Í gær

Enn á ný kemur Barton sér í kastljósið – Liggur undir mikilli gagnrýni eftir að hafa líkt frammistöðu liðsins við helförina

Enn á ný kemur Barton sér í kastljósið – Liggur undir mikilli gagnrýni eftir að hafa líkt frammistöðu liðsins við helförina
433Sport
Í gær

Ferguson einn af þeim sem vildi gefa Solskjær meiri tíma í starfi

Ferguson einn af þeim sem vildi gefa Solskjær meiri tíma í starfi