fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Pochettino skrifar undir nýjan samning við PSG

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 23. júlí 2021 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn Maurico Pochettino hefur skrifað undir nýjan samning við Paris Saint-Germain, en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Argentínumaðurinn var áður samningsbundinn félaginu til 2022 en hefur nú framlengt um eitt ár til viðbótar. Pochettino kom til PSG á síðustu leiktíð og varð franskur bikarmeistari og franskur ofurbikarmeistari með félaginu en tókst ekki að hreppa fjórða deildartitilinn í röð en liðið endaði í 2. sæti, einu stigi á eftir meisturum í Lille.

Pochettino vonast eftir frekari árangri á næsta tímabili.  „Ég er mjög ánægður. Bæði fyrir mína hönd og þjálfarateymisins. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir stuðningi frá félaginu og að sjálfsögðu vil ég þakka forsetanum Nasser, Leonardo og Paris Saint-Germain fyrir traustið. Við vonumst til að afreka margt, vinna titla og allt sem okkur dreymir um,“ sagði Pochettino.

Nasser Al-Khelaifi bætti við: ,,Við erum í skýjunum með að Mauricio sé búinn að skuldbinda sig við Paris Saint-Germain fjölskylduna. Hann var fyrirliði félagsins fyrir 20 árum síðan og gerir sér grein fyrir metnaði okkar, gildum og framtíðarsýn. Við erum spenntir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta brugðið eftir að hann las yfirlýsingu Bruce þar sem hann lýsir aðkasti sem hann varð fyrir

Arteta brugðið eftir að hann las yfirlýsingu Bruce þar sem hann lýsir aðkasti sem hann varð fyrir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hannes gerði grín að málinu sem allir hafa rætt síðustu vikur

Hannes gerði grín að málinu sem allir hafa rætt síðustu vikur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi Gerrards hvetur hann til þess að hætta hjá Rangers ef hann fær símtal frá eigendum Newcastle

Fyrrum liðsfélagi Gerrards hvetur hann til þess að hætta hjá Rangers ef hann fær símtal frá eigendum Newcastle
433Sport
Í gær

Guðný er sátt við að spila sem hægri bakvörður með íslenska landsliðinu – Ætlar sér að vinna titla á Ítalíu

Guðný er sátt við að spila sem hægri bakvörður með íslenska landsliðinu – Ætlar sér að vinna titla á Ítalíu